Sunday, November 4, 2007

Laugardagslögin

Ég held að það sé ekki til jákvæðari manneskja en ég gagnvart Eurovision. En O MY GOD hvað er í gangi með þessi lög sem eru komin í keppnina, eru þeir sem semja að gera grín að keppninni, mér er spurn. Meira ætla ég ekki að segja um þetta, þeir sem þekkja mig vita að það þarf ansi mikið til að ég hallmæli Eurovision, hef staðið með þeirri keppni í allskonar vitleysu, en núna er þetta að ganga út í öfgar.....eða minn þröskuldur hefur lækkað !!

2 comments:

Þorgerður AKA Toggan said...

Já sum þessara laga eru nú ekki alveg að gera sig.
Samt verð ég nú að segja að ég fékk flog þegar Barði sat svipbrigðalaus og lýsti því yfir að hann ætlaði að vera hress! Ahahahaha eitt það fyndnasta sem ég hef séð í langan tíma.
Svo fannst mér lögin hans bara fín líka burtséð frá brúnum kroppum eða silfruðum geimgöllum.

Barnabækur. said...

Ég er líka forfallinn eurovision aðdáandi. En ég held að núna sé loksins búið að lækna mig. Ég bar get með engu móti horft á þessa þætti. Bara ekki séns. Skelfileg tónlist og bara kjánalegur þáttur.