Sunday, November 4, 2007

Laugardagslögin

Ég held að það sé ekki til jákvæðari manneskja en ég gagnvart Eurovision. En O MY GOD hvað er í gangi með þessi lög sem eru komin í keppnina, eru þeir sem semja að gera grín að keppninni, mér er spurn. Meira ætla ég ekki að segja um þetta, þeir sem þekkja mig vita að það þarf ansi mikið til að ég hallmæli Eurovision, hef staðið með þeirri keppni í allskonar vitleysu, en núna er þetta að ganga út í öfgar.....eða minn þröskuldur hefur lækkað !!

Thursday, November 1, 2007

Börn og trú

Fór á áhugaverðan fund í kvöld um börn og trú.....eftir að hafa hitt stórfjölskylduna í tilefni að fæðingardegi mömmu en hún hefði orðið 77 ára í dag......það var ánægjuleg stund sem við áttum saman og borðuðum góðan mat sem Einar hafði séð um og stóð sig vel.

Wednesday, October 31, 2007

Snórinn farinn

Jæja þá er snjórinn farinn, allt frekar grátt og þungt í morgun. En það þýðir ekki að láta veðrið hafa áhrifa á sálina. Við búum á Íslandi og veðrið verður bara að fá að vera eins og það er !! við verður bara að líta jákvæt á lífið og þakka fyrir hreina loftið okkar.
Nú bíð ég bara eftir meiri og meiri snjó ...... það má endilega snjóa mikið í Bláfjöllum svo við komust á skíði. Gæti kannski orðið löng bið..................en vonandi verður opið í fjöllunum um jólin...nú sér maður í fyrsta skipti fram á jólafrí.......já einn af mörgum góðum kostum við það að vera í skóla að maður fær jólafrí.....það hef ég ekki fengið í mörg mörg ár......alltaf verið að vinna og vinna...................

Tuesday, October 30, 2007

Var þetta góður dagur í dag ?

Dagurin í dag byrjaði vel. Ég fór í tíma í U&S, Kristín fór yfir fullbúið skjalaflokkunarkerfi. Ég tel að minn hópur hafi verið á réttri leið með verkefnið. Við reyndar höfum örugglega ekki flokkað nógu mikið, en teljum að fyrirmælin hafi heft okkur!! Við vorum búnar að flokkar dýpra en styttum flokkana út frá fyrirmælunum. En vonandi kemur góð einkunn, hver sem hún nú er!! En dagurinn endaði ekki nógu vel........vita þeir sem vilja vita...............vonandi tekur betra við.